ÓTTI
SKAPANDI VERKEFNI
Ótti er skapandi verkefni sem snýst um að segja sögur af hugrekki og ótta. Markmið verkefnisins er að skapa og varpa ljósi á jákvæðar fyrirmyndir meðal ungs fólks og gera þær sýnilegar.
Óttinn er óumflýjanlegur. Hann er einfaldlega hluti af því að vera til. Á undan hugrekkinu er alltaf ótti. Hann er sjaldnast þægilegur, en þó nauðsynlegur. Nauðsynlegt er að horfast í augu við óttann til þess að geta tekið stór skref í lífinu. Allir sem skara hafa fram úr í lífinu hafa þurft að finna óttann og síðan hugrekkið.

ÓTTI
BLAÐ
Blaðið tekur saman sögur af fólki sem sýnir hugrekki. Sögur af aðstæðum þar sem ótti var til staðar en hugrekkið tók yfir. Blaðið er gert í þeim tilgangi að gefa fólki tækifæri til þess að endurspegla sig í sögum annara. Ásamt því að sýna að við erum öll manneskjur að ganga í gegnum það sama, en í mismunandi mynd.
Gefið út seinna í vor 2026
